Við elskum öryggi!
OK býður hýsingarþjónustu í gagnaverum fyrir búnað, hvort sem það er mælt í einstaka miðlurum eða heilum tölvuskápum, en gagnaverin bjóða upp á kjöraðstæður fyrir miðlara. Þessir miðlarar eru oft tengdir við tölvuský eins og Microsoft og Amazon og mynda þannig „tölvukerfið“ sem viðskiptavinir nota.
Rekstur kerfanna getur verið dagtímarekstur eða 24/7. Við bjóðum kerfisrekstur, netrekstur, afritun og vöktun sem sem hægt er að raða saman í pakka eftir þörfum hvers viðskiptavinar.
Fjárfestingarþörf minnkar til muna og sveigjanleiki eykst við það að kaupa sér mánaðarlegan aðgang að þjónustu í stað stórra fjárfestinga í búnaði sem úreldist á nokkrum árum. Fleiri og fleiri þjónustur er hægt að sækja í skýið, t.a.m. CRM kerfi, símkerfi, fjárhagskerfi og vöruhús gagna. Að ekki sé talað um skjalakerfi.
Sérsniðin þjónusta
Við aðstoðum við val og innleiðingu á réttri lausn.
Vöktun á rekstrarumhverfi utan hefðbundins vinnutíma.
Áhyggjulaus rekstur í þínu stafræna umhverfi.