Stafrænt faðmlag

Stafrænt faðmlag er þjónustuleið þar sem OK tekur á sig aukna ábyrgð á upplýsingatæknirekstri en fær á móti vald til að skilgreina hvaða lausnir og aðferðir eru notaðar til að skapa öruggt og skilvirkt stafrænt umhverfi.

Asgeir[1]

Áhyggjulaus alrekstur á þínu stafræna umhverfi

Stafrænt faðmlag innifelur rekstur kerfa og fræðslu fyrir notendur ásamt innleiðingu á fyrirsjáanlegum umbótaverkefnum á samningstíma. Ráðgjöf um öryggismál og símenntun notenda er hluti að Stafrænu faðmlagi. Staðlað verklag og aðferðir eru notaðar.

Kostnaður ræðst af umfangi, fjölda starfsmanna, kerfum í rekstri, fjölda starfsstöðva o.fl.

Þegar þú kemur í Stafrænt faðmlag hjá OK þá tökum við utan um þínar þarfir í upplýsingatækni og styðjum þannig við verðmætasköpun fyrirtækisins.