Við notumst við nýjustu tækni til að afrita vélar og gögn og getum endurheimt stórar sýndarvélar á fáum sekúndum. Við vinnum með þér afritunaráætlun í samræmi við þínar kröfur. Við bjóðum líka afritun af skýjaþjónustum, O365 o.fl.
Gerum vinnustaðinn okkar örlítið snjallari
Snjallari notkun á innra neti, samskiptalausnum og net tengdum snjalltækjum geta gert vinnustaðinn betri – aukið starfsánægju og bætt frammistöðu starfsfólks. Upplýsingatæknin getur bætt fundaherbergjabókarnir, aðgangsstýringu, fjarfundi, samskiptatækni, umhverfismælingu og orkunotkun.
Engin tvö fyrirtæki eru eins og þarfirnar eru ólíkar en næstum allir vinnustaðir gætu orðið snjallir með réttum lausnum.
Við bjóðum upp á almenna rekstrarráðgjöf í Azure, AWS (Amazon Web Services) og „Hybrid Cloud“ lausnir sem hjálpa þér að tvinna saman þjónustur hýstar hjá þér og einnig í skýinu.
Hýsing og rekstur
Rekstur kerfa getur verið dagtímarekstur eða allan sólagringinn. Við bjóðum kerfisrekstur, netrekstur, afritun og vöktun sem sem hægt er að raða saman í pakka eftir þörfum hvers viðskiptavinar.
Stafræn umbreyting er fjárfesting í betri þjónustu
Stafræn umbreyting
Stafræn umbreyting er eiginlega stafrænt kapphlaup sem sér ekki fyrir endann á. Það er mikilvægt að fjárfestingarnar séu á réttum stöðum og séu til framtíðar.
Fjárfesting í innviðum skilar sér fljótt í betri rekstri. Betra aðgengi að gögnum, samræmdu aðgengi starfsfólks að upplýsingum um viðskiptamenn, beinum tengingum milli kerfa, bættum samskiptum við viðskiptavini og aukinni sjálfvirknivæðingu.