Við erum ávallt að leita að nýjum tækifærum til að aðstoða fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir við fjölbreytt verkefni. Við sköpum notendavænar og áreiðanlegar lausnir sem skara fram úr. Við höfum byggt upp víðtæka reynslu í að þróa bæði einfaldar og sérhæfðar hugbúnaðarlausnir og tengingar á milli kerfa. Okkar markmið er að skilja þarfir viðskiptavina okkar vel og tryggja að lausnirnar styðji við þeirra markmið.
Við hlökkum til að ræða möguleikana með ykkur!
Hvort sem þú hefur skýra sýn á það sem þú vilt eða ert bara að skoða möguleikana, viljum við endilega fá að heyra frá þér. Ráðgjafar okkar eru sérfræðingar í að leiðbeina þér í rétta átt, og hjálpa þér að taka fyrstu skrefin með sjálfstraust og skýra stefnu
Við tökumst á við metnaðarfull verkefni þar sem fagmennska, hönnun, virkni og stafræn stefnumótun eru í algjörum forgangi. Við tryggjum að hvert skref sé úthugsað til að ná hámarks árangri.
Við getum aðstoðað fyrirtæki og stofnanir í samþættingu og aukinni sjálfvirkni á milli lausna sinna.
Þegar hugmyndir eru að fæðast getum við hjálpað til við að útlista næstu skref.
Ef þörf er á miklum undirbúningi keyrum við hönnunarsprett til að tryggja að allir sjái markmiðin sömu augum.
Vefsíðan er einföld og byggir á tilbúnum einingum. Útfærslan er stöðluð og unnin hratt.
Vefsíðan er byggð á sérhönnuðum þemum og er einföld í notkun. Ef einhverjir hlutar þurfa sérstakar lausnir, sjáum við til þess að þær séu útfærðar á fullkominn hátt.
Þegar vefsíðan fer í loftið er samstarf okkar aðeins að hefjast. Hvort sem þú vilt að við sjáum um hýsingu, öryggi og veitum stuðning þegar þú þarft, eða leitar eftir dýpra samstarfi, þá bjóðum við upp á réttu lausnirnar til að hámarka árangur þinn á netinu.
Mánaðarlegar uppfærslur á vefumsjónarkerfi og viðbótum. Innifalin vinna við vefsíðu 2 klst á mánuði.
Mánaðarlegar uppfærslur á vefumsjónarkerfi og viðbótum. Innifalin vinna við vefsíðu 4 klst á mánuði. Ársfjórðungslegir stöðufundir og Asana verkefnaborð.
Krían auðveldar umsóknir, hópaskiptingu, tímaskráningu og allt almennt utanumhald fyrir vinnuskóla landsins. Á meðal viðskiptavina eru Reykjavíkurborg, Kópavogur og Hveragerði.
Tilbúinn tengill sem við setjum ofan á vefverslanir í Woocommerce til að upplýsingar flæði milli DK og vefverslunar. Dæmi um gögn sem flæða: Vörur, magn, birgðarhús, verð, reikningar.
Bókunarkerfið Kettle byggir á öflugum grunni sérsmíðuðum af OK. Sérstaða Kettle eru tækifæri þess til aðlögunar og sér útfærslna fyrir viðskiptavini. Í dag er það sem dæmi notað fyrir tímaskráningar öryggisvarða, tímabókanir í dekkjaskipti og skráning fyrir bílastæðageymslu svo eitthvað sé nefnt.
Hjá OK starfar teymi sérfræðinga sem eru sérhæfðir í því að finna og útfæra þá lausn sem hentar þínum rekstri best.
Við notum fjölbreytt úrval verkfæra til að skapa sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin. Ef þú ert þegar með uppáhaldstól eða vilt vinna með tiltekið verkfæri, látum við það ganga. Ef þetta er þér ekki kunnugt, ekki hafa áhyggjur – við veljum bestu lausnina fyrir þig og veitum þér fullkomna kynningu á ferlinu