Search
Close this search box.

HP EliteBook

HP EliteBook er ein áreiðanlegasta fyrirtækjavél í heimi, með 3 ára ábyrgð sem er einnig á rafhlöðu! 
 

EliteBook vélarnar eru einhverjar þær glæsilegustu á markaðnum í dag og koma með öllum þeim hugbúnaðareiginleikum sem HP er frægt fyrir.

Ný kynslóð af EliteBook fartölvum hefur verið þróuð með nýjan veruleika í huga. Sveigjanleiki vinnustaða hefur ýtt undir uppfærslur á fjarfundarbúnaði í þinni fartölvur. Poly hátalarar, 5MP vefmyndavél og hljóðeinangrandi hljóðnemar sem auðvelda samskipti.

Glæsilegasta fyrirtækjatölvan á markaðnum í dag.
Nú fær ekkert stoppað þig.

  • Fullkominn sveigjanleiki með vinsælu 360º hönnun HP – möguleiki í völdum tegundum.
  • Allt að 13 klukkutíma rafhlöðuending* – ef rafhlaðan fellur meira en 25% færðu nýja.
  • Nýjasta kynslóð Intel© Core™ örgjörva.
  • Hágæða hátalarar frá Poly.
  • Létt og meðfærileg.

Fullkomið fyrir hvað sem er - á ferðinni, á skrifstofunni og heima

Meirihluti af starfsfólki mun vilja halda áfram að vinna í sveigjanlegu vinnuumhverfi og Elitebook fartölvurnar gerir þeim það mögulegt án vandræða, enda fullkomin í flest öll störf.
Þú getur treyst á að Elitebook fartölvan aðstoði þig í gegnum vinnudaginn.
Þegar þú vinnur annars staðar frá en á skrifstofunni, þá koma afköstin og lipurleikinn til með að tryggja að fókusinn sé á verkin framundan.

Búnaður sem hefur verið sérhannaður með nýjan veruleika í huga

Þegar HP Inc teymið hannaði nýju Elitebook línuna voru allar vinnuaðstæður í heiminum að breytast og fólk þurfti búnað sem það gæti treyst á. Eiginleikar sem gott er að geta treyst á eru til dæmis:

Vefmyndavél sem kemur með innbyggðu „privacy“ loki.
Hljóðnemarnir eru með gervigreind „Noise Reduction“ sem veitir hljóðgæði á fjarfundum.
Í öllum vélum kemur það helsta og nýjasta í HP öryggis-hugbúnaðarsvítunni:

  • HP Sure Start v4.
  • Self-healing BIOS.
  • HP BIOSphere Gen4.
  • HP Automatic DriveLock.
  • BIOS Update via Network, BIOS Protect.
  • Annar hugbúnaður sem fylgir: HP Noise Reduction Software, HP Velocity og HP Recovery Manager.