Search
Close this search box.

SKE samþykkir kaup OK á TRS á Selfossi

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup OK á upplýsingatæknihluta TRS, en kaupin voru samþykkt í desember. OK undirritaði kaupsamning um kaup á TRS í nóvember í fyrra.

Félögin sérhæfa sig bæði í þjónustu í upplýsingatækni og búnaðarsölu en með kaupunum fjölgar OK starfsstöðvum sínum. OK er nú með starfstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki og á Selfossi.

Þjónusta TRS við rafmagns- og fjarskiptakerfi er ekki hluti af kaupunum og verður sá hluti starfræktur í nýju félagi, TRS raf ehf.

deildu fréttinni