Opin Kerfi hafa um árabil lagt áherslu á sölu og þjónustu við Teams fjarfundalausnir frá Yealink sem er vottaður samstarfsaðili Microsoft þegar kemur að slíkum lausnum. Vöruframboðið er mjög fjölbreytilegt og því þægilegt að raða saman heppilegri lausn sem henta mismunandi stærðum rýma. Einfaldleikinn er mikilvægur en lausnirnar tryggja í raun alltaf sama notendaviðmót, hvort sem um ræðir lítið fundarherbergi eða stóran kennslu- eða ráðstefnusal. Nýverið kynntu Yealink til sögunnar skemmtilegar nýjungar sem nú þegar hafið hlotið hin eftirsóttu Reddot hönnunarverðlaun.
Yealink Meeting Board
Um er að ræða glæsilega gagnvirka snertiskjái sem koma í tveimur stærðum, 65“ og 86“. Skjáirnir eru búnir 4K háskerpu myndavél ásamt öflugum hljóðnemum og hátalara en skjárinn tengist neti hvort sem er þráðlaust eða með netsnúru. Skjáina má koma fyrir með hefðbundnum hætti á vegg en jafnframt býðst hjólastandur sem gerir það einfaldara að færa þá á milli rýma.
Með aðstoð gervigreindar getur öflug linsan elt þann sem talar hverju sinni og eins þrengir linsan eða víkkar sjónsviðið eftir því hversu margir sitja í fundarherberginu hverju sinni. Fyrir stærri rými er til viðbótar möguleiki að bæta við sérstakri PTZ linsu sem styður optical aðdrátt. Tækið býr svo yfir 16 innbyggðum MEMS hljóðnemum ásamt sex hátölurum en fjarlægð þátttakenda getur verið allt að átta metrar frá skjánum. Fyrir stærri rými má bæta við viðbótar hljóðnemum sem hægt er að staðsetja í lofti eða á fundaborði.
Skjárinn er búinn öflugu Android 10 stýrikerfi sem er sérhannað fyrir Teams vinnslu en það ásamt Octa-core örgjörva er hröð og hnökralaus vinnsla tryggð. Skjárinn styður Microsoft Whiteboarding en með þessu verður leikur einn að nota skjáinn sem tússtöflu og þannig deila með einföldum hætti hugmyndum til allra þátttakenda í rauntíma.
HÉR má sjá myndband sem betur útskýrir virkni Yealink MeetingBoard.
Áætlað er að Meetingboard skjáirnir verði komnir á lager núna í júní eða júlí í sumar.
Yealink DeskVision A24
Önnur nýjung frá Yealink nefnist DeskVision sem fer vel á borði og hentar vel í minnstu fundarherbergin, heimaskrifstofuna eða næðisrýmið. Þessi búnaður er búinn Native Teams skjá, öflugri myndavél og góðum hátölurum sem gerir það einstaklega þægilegt að taka t.d einstaklingsfundi í góðum gæðum. Standurinn styður jafnframt Qi-hleðslu.
HÉR má myndband sem betur útskýrir virkni Yealink DeskVision A24.
Áætlað er að DeskVision A24 verði á lager OK í ágúst.
OK og þjónusta við fjarfundalausnir
Sérfræðingar OK hafa mikla reynslu af Yealink Teams fundarherbergislausnum og geta veitt góða ráðgjöf varðandi val á réttum búnaði. Mikilvægt er að skoða hvert rými og velja af kostgæfni rétta búnaðinn sem hentar best miðað við stærð og/eða lögun rýmisins, uppröðun borða, lagnaleiðir o.s.frv. Sérfræðingar OK aðstoða viðskiptavini við þetta val og geta séð um alla uppsetningu þar sem sérstök áhersla er lögð á vandaðan frágang. Eins er í boði að fá lánaðan búnað þannig að viðskiptavinurinn geti eftir einhvern tíma metið hvort viðkomandi lausn sé heppileg í þær aðstæður sem henni er ætlað.
Ekki hika við að að hafa samband í síma 570-1000 eða á sala@ok.is fyrir nánari upplýsingar.