Search
Close this search box.

09.04.2025

OK hlýtur viðurkenningu í sjálfbærni frá HP

 
OK hefur hlotnast þriggja stjörnu HP Amplify viðurkenning frá HP fyrir skuldbindingu sína í sjálfbærum viðskiptaháttum.
HP Amplify Impact er sjálfbærni- og samfélagsáætlun HP, sem hefur það að markmiði að styðja samstafsaðila að jákvæðum breytingum í þremur lykilþáttum; umhverfi, félagslegum áhrifum og siðferðislegum og ábyrgri starfsemi.
 
1. Umhverfið (Sjálfbærni og loftslagsmál).
  • Hvetur samstarfsaðila til að innleiða umhverfisvæna starfshætti.
  • Draga úr kolefnisspori, nota endurunnið efni og styðja við hringrásarhagkerfið.
  • Styðja við víðtækari markmið HP um það búi yfir sjálfbærustu og sanngjörnustu starfsháttum meðal tæknifyrirtækja.
2. Fólk (Félagsleg áhrif og jafnrétti).
  • Stuðla að fjölbreytileika, jöfnuði og þátttöku innan fyrirtækja samstarfsaðila HP.
  • Hvetja til samfélagsþátttöku og vellíðan starfsmanna.
  • Veita fræðslu og tæki til að byggja fjölbreytt og sanngjarnt vinnuumhverfi.
3. Samfélagið (Siðferðileg og ábyrg starfsemi).
  • Leggja áherslu á stafrænt jafnrétti: að auka aðgengi að tækni, menntun og heilbrigðisþjónustu.
  • Stuðlar að ábyrgri innkaupum og siðferðilegum viðskiptaháttum.

HP Amplify áætlunin var komið á fót árið 2021. Hún fellur að markmiðum HP í  loftslagsaðgerðum og félagslegri ábyrgð. Áætlunin styður við samstarsfaðila að mæla og bera saman framfarir í sjálfbærni. 

Þess má geta að HP náði í ár sinni hæstu EcoVadis-sjálfbærnieinkunn frá upphafi, eða 90 stigum. HP náði 83 stigum árið 2024. Þetta er 15 árið í röð sem HP hlýtur Platinum-viðurkenningu á þessu sviði.

EcoVadis er alþjóðlega viðurkennt matskerfi sem metur sjálfbærni fyrirtækja út frá fjórum lykilflokkum: umhverfisáhrifum, vinnuafli og mannréttindastöðlum, siðferði og innkaupaháttum. Yfir 100 þúsund fyrirtæki um heim allan nýta sér matskerfi EcoVadis.

Þessi viðurkenning undirstrikar forystu HP í sjálfbærum viðskiptaháttum og órofa skuldbindingu fyrirtækisins til að láta þau skipta máli fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.

Deila frétt