Við erum afar stolt af því að tilheyra flokki Framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo. Aðeins rúmlega 2% fyrirtækja á hlutafélagaskrá teljast Framúrskarandi samkvæmt Creditinfo. Síðastliðin fjórtán ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa sýnt fram á framúrskarandi rekstur. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð og eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð.