OK mun bjóða gestum UTmessunnar 7. og 8. febrúar að taka mynd af sér og láta breyta henni með gervigreind. Hægt verður að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka, svo dæmi séu tekin.
,,Við ætlum að bjóða myndatökur á UTmessunni þar sem hver og einn getur látið breyta sér í það sem þeim dreymir um hvort sem það er kúreki á víðáttumiklum sléttum Norður-Ameríku eða sem kappaksturshetju á Formúlubraut eða raunar hvað sem er. Við græjum draumamyndina fyrir alla með aðstoð gervigreindar og prentum myndina út í hágæða upplausn eða sendum á netfang viðkomandi,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK.
Hægt verður að láta taka mynd af sér á bás OK á UTmessunni.