Search
Close this search box.

10.03.2025

Íslensk fyrirtæki kynntu sér kosti gervigreindar

Fyrirtæki og stofnanir skoða nú hvernig hægt er að notfæra sér gervigreind til þess að einfalda og skapa hagræði í sinni starfsemi á öruggan hátt. Það var umfjöllunarefnið á HPE AI Innovation Day – fjölsóttum viðburði hjá Opnum kerfum.


Á viðburðinum sögðu sérfræðingar frá Hewlett Packard Enterprise hvernig nýta megi gervigreind meðal annars til þess að taka fyrstu ákvarðanir, spá fyrir og sjálfvirknivæða án þess þó að hlaða viðkvæmum gögnum yfir í skýið. „Örugg notkun á gervigreind á við um flesta starfsemi, svo sem fjármálafyrirtæki, tryggingafélög , sjúkrahús, opinbera stjórnsýslu eða orkufyrirtæk, sem vilja nýta sér gervigreindina með skilvirkum hætti,“ segir Björgvin Arnar Björgvinsson forstöðumaður Innviðalausna hjá Opnum kerfum.

„Í mörgum tilvikum eru slíkar upplýsingar, sem gervigreindin á að nýta, trúnaðargögn sem ekki er viturlegt að senda frá sér. Segjum til dæmis að bankar vilji nota gervigreind til þess að sjálfvirknivæða einhver umsóknarferli eða tryggingarfélög að gera betri áhættumat. Þá þurfa fyrirtækin að koma sér upp tækjabúnaði til þess að keyra gervigreindar virkni innanhúss hjá sér. Forritarar nútímans og framtíðarinnar eru farnir að búa til lausnir til þess að leysa svona gervigreindar verkefni,“ segir Björgvin.


„Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru komin á fullt að skoða kosti gervigreindar. Viðburðurinn sýndi að það er mikill áhugi á þessari byltingu sem gervigreind svo sannarlega er,“ segir Björgvin.

Deila frétt