Húsfyllir var á Yealink viðburði í OK þar sem farið var yfir sjóðheitar nýjungar í fjarfundalausnum. Yealink og OK hafa um árabil átt í farsælu samstarfi þar sem öflugur búnaður, sérhæfð ráðgjöf og djúp þekking ráða ríkjum.
Á viðburðinum var sagt frá því að sérfræðingar OK í hljóð- og myndlausnum hafa hlotið vottanir fyrir nýja Pro-Audio hljóðlausn frá Yealink. Þessi vörulína hefur yfir að ráða nýrri tegund af hljóðnemum, hátalara og hljóðstýringu.
Hljóðstýringin er með öfluga gervigreind sem að greinir hljóðvist í rýminu og stillir búnaðinn svo að hann hljómi sem best.