Við hjá OK erum stolt af því að tilkynna að AGR hefur gengið til liðs við Stafrænt faðmlag okkar. AGR er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem býður upp á lausnir sem nýtast til hagræðingar í rekstri aðfangakeðjunnar. Innkaupa- og birgðastýringalausnir félagsins gera heild- og smásölum kleift að lágmarka bundið fé í birgðum, auka þjónustustig og draga úr sóun. Með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Portúgal og viðskiptavini í um fimmtán löndum hefur AGR byggt upp sterka alþjóðlega stöðu.
Við hjá OK hlökkum til að styðja AGR í áframhaldandi vexti og þróun með því að tryggja öryggi og áreiðanleika upplýsingatæknikerfa þeirra.
„OK hefur afar áhugaverða nálgun á tækniþjónustu, sem fellur vel að okkar sýn. Við völdum að vinna með OK í upplýsingatæknirekstri þar sem þjónustustig, tæknileg þekking og framtíðarsýn þeirra samræmast okkar stefnu í tæknimálum.
Aðkoma OK er kærkominn liðsauki sem styður starfsfólk okkar á þeirri vegferð uppbyggingar og þróunar sem við erum á og mun leggja traustan grunn fyrir áframhaldandi vöxt og nýsköpun.“ segir Einar Karl Þórhallsson, Framkvæmdastjóri rekstrar og þjónustu hjá AGR
Hvað er Stafrænt faðmlag OK?
Stafrænt faðmlag er þjónustuleið þar sem OK tekur á sig aukna ábyrgð á upplýsingatæknirekstri en fær á móti heimild til að skilgreina hvaða lausnir og aðferðir eru notaðar til að skapa öruggt og skilvirkt stafrænt umhverfi. Þjónustan innifelur rekstur kerfa, fræðslu fyrir notendur, innleiðingu á fyrirsjáanlegum umbótaverkefnum og ráðgjöf um öryggismál og símenntun notenda.
Við bjóðum AGR hjartanlega velkomið í Stafrænt faðmlag og hlökkum til farsæls samstarfs!