Tækni í kennslustofunni: Nýjungar, áskoranir og tækifæri
Kynning á snjöllum kennslulausnum frá Optoma Education.
Fimmtudaginn, 27. mars kl. 14:00-15:30
Optoma Education hefur um árabil unnið náið með kennurum í þróun á notendavænum lausnum til þessi að umbreyta kennslustarfi í takt við nýja tíma og -þarfir nemenda. Markmið Optoma er að veita kennurum þau verkfæri sem þeir þurfa til að hvetja, virkja og aðlaga nám að nemendum og gera hverja kennslustund áhrifaríka og meira spennandi.
Á þessum viðburði verður hulunni svipt af áhrifaríkum og notendavænum lausnum sem eru sérsniðnar fyrir kennara.
Að lokinni kynningu geta fundargestir prófað og kynnt sér betur þær lausnir sem eru í boði frá Optoma Education. Léttar veitingar verða í boði. Ekki láta þig vanta á þennan einstaka kennsluviðburð.
Dagskrá:
- – OK og Optoma Education – Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður notendalausna
- – Nýjar lausnir fyrir kennslustarf – Thomas Christiansen, Territory Manager, Optoma Scandinavia
- – Hvernig á að nýta tæknilausnir í kennslustarfi: Reynslusaga – Ben Brown, Optoma UK
- – Spurningar og svör
- – Skoðaðu nýjustu Optoma Education lausnirnar: IFPD LED skjár, Optoma 5-Series kennsluskjár, Hyve boxið og 4K skjávarpi
Þeir sem komast ekki en vilja fylgjast með í gegnum vefinn geta skráð sig hér.