Search
Close this search box.

05/03 — 09:00

Leystu öryggið úr læðingi með HP Wolf

Staðsetning: Veffundur

HP Wolf öryggislausnir byggja á áralangri reynslu í þróun á tölvubúnaði og lausnum sem stórefla varnir notenda gegn tölvuþrjótum og annarri óáran sem þeim fylgir.

Á þessum veffundi munu Brian Sembach (Northern Europe Personal Systems Services Category Manager hjá HP) og Bo Rasmussen (HP Solutions NWE Service Category – Digital & Managed Service) segja frá helstu öryggislausnum sem almennum notendum stendur til boða yfir í stærri öryggislausnir sem hægt er að nýta fyrir stofnanir og fyrirtæki.

HP Wolf samanstendur af mörgum mismunandi lausnum þar sem samspil öryggis í vélbúnaði og hugbúnaði gerir HP tölvubúnað þann öruggasta í heimi.

Veffundur kl. 09:00-10:00 þann 5. mars

Hluti af HP Wolf eru Sure lausnir HP, en hvernig leysa þær öryggi úr læðingi?

HP Sure Start verndar BIOS tölvunnar gegn árásum og áttar sig á því ef eitthvað hefur átt við BIOS vélarinnar og lætur notandann vita áður en vélin kveikir á sér og hleypir ógninni inn á vélbúnaðinn og stýrikerfið. HP Sure Start lagar BIOS ef eitthvað hefur átt við hann aftur í seinustu öruggu útgáfu.

HP Sure Click einangrar spilliforrit og kemur í veg fyrir að þau komst í gögn eða stýrikerfi hjá notanda. Hægt að nota óháð því hvaða tölvuframleiðanda fyrirtækið er að nota.

HP Sure Run tryggir að öryggisferlar í tölvubúnaði notanda gangi með hnökralausum hætti jafnvel þó að spilliforrit reyni að stöðva þá. Ef átt sé við stillingar á ákveðnum öryggisferlum lætur SureRun vita og passar uppá að allt sé enn með fulla virkni.

HP Sure Recover endurheimtir stýrikerfi tölvunnar í upprunalegt ástand ef búið sé að eiga við það af tölvuþrjótum. Hægt er að framkvæma þá aðgerð án aðstoðar frá tæknideild, hvaðan sem er í heiminum.

HP Sure Sense notar djúpnám (gervigreind) til þess að greina og koma í veg fyrir þróaðar árásir í rauntíma.

HP Sure View verndar viðkvæmar upplýsingar á skjám með næðissíu.

HP Sure Admin notar stafræna vottun til að stjórna BIOS á öruggan hátt og kemur í stað hefðbundinna lykilorða.

HP Wolf Security er þjónusta sem byggir á HP Sure lausnum sérstaklega hugsuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Öflug nýjasta kynslóð vírusvörn (NGAV) sem, með hjálp gervigreindar, greinir og stöðvar nýjar og flóknar ógnir.

Deildu viðburðinum