Tæknifyrirtækið HP er leiðandi þegar kemur að sjálfbærri þróun, hvort sem það snýr að sjálfbærni, mannréttindum eða stafrænum jöfnuði. Fyrirtækið hefur sett sér það öfluga markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040 og er með öfluga áætlun um hvernig það ætlar að ná þessu markmiði í samstarfi við viðskiptavini og birgja.
Hvernig getur sjálfbærnistefna HP nýst íslenskum fyrirtækjum? Á þessum veffundi mun Anne Marie Jensen, Nordics Sustainable Impact Lead hjá HP, ræða hvernig framtíðarsýn HP í mannréttindum, stafrænum jöfnuði og loftslagsmálum geta haft áhrif á íslensk fyrirtæki og hvernig þau geta eflt sjálfbærniáherslur sínar. Hún mun einnig útskýra hvernig hringrásarhagkerfi, endurnýting og endurvinnsla getur orðið hluti af ábyrgum starfsháttum íslenskra fyrirtækja.
Ábyrgð í sjálfbærni og áhrif á íslensk fyrirtæki: Íslensk fyrirtæki eru sífellt meðvitaðri um sjálfbærni og að taka ábyrgð á eigin kolefnisspori. Hluti af slíkri vegferð felst í að versla lausnir frá ábyrgum framleiðendum og velja tækni sem er hönnuð með endurnýtingu og endurvinnslu í huga. HP vill leiða með góðu fordæmi og sýna ábyrgð í verki – hvort sem það er í formi endurnýtingar tölvubúnaðar eða uppgjörs kolefnisspors í grænu bókhaldi.
Sjálfbærar áherslur í HP búnaði:
- Umgjörð tölvubúnaðar er ýmist úr magnesíum eða áli, sem hægt er að endurvinna nær endalaust.
- HP vélar koma í 100% endurvinnanlegum pakkningum.
- Til þess að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum leggur fyrirtækið áherslu á að endurnýta plast, fiskinet og pólýstýren-froðu (EPS) úr sjó við framleiðslu sína.
- Vélarnar eru með EPEAT, TCO og Energy star vottanir.
- HP vélar eru ekki litaðar og því sést lítið sem ekkert á þeim ef þær verða fyrir hnjaski.
- Á lyklaborði er umhverfisvænt efni sem kallast Durafinish sem kemur í veg fyrir klassíska „skán“ á snertimús eða lyklaborði vélarinnar.
- HP skorar hæst fyrirtækja í flokknum Electronics, Hardware and Equipment á sjálfbærnilista tímaritsins TIME 2024.