Gervigreind mun stuðla að hraðari umbreytingum samfélaga en áður hefur þekkst en hvaða áhrif mun hún hafa á fyrirtæki og starfsfólk þeirra? Hvernig munu þau geta nýtt sér tækifærin sem skapast? Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér gervigreind án þess að eiga á hættu að það dragi úr öryggisþáttum? Eru einhverjar hættur sem leynast handan hornsins?
Þessum spurningum og mörgum öðrum mun Hans Petter Espelid, Area Catagory Manager hjá HP, svara á veffundi þann 31. janúar.
Þess má geta að Hans Petter hélt þennan fyrirlestur fyrir viðskiptavini OK í október sem leið en vegna fjölda áskorana mun hann flytja þennan fyrirlestur aftur í gegnum streymi.