Search
Close this search box.
13.06.2023 Engar athugasemdir

FYRIR

veislulist

LAUSN

VEFSÍÐA OG VEFVERSLUN

ÞJÓNUSTA

HÖNNUN, FORRITUN, CSS, UX FLOW, efnisinnsetning

Endurskrift á vefsíðu

Á dögunum settum við nýja vefsíðu í loftið fyrir Veislulist ehf. en fyrirtækið sérhæfir sig í veitingaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja.

OK hefur þjónustað vefsíðumál Veislulistar í mörg ár og var kominn tími á endurhönnun og endurskipulagningu á efni vefsíðunnar ásamt því að tengja við vefverslun. Í vefversluninni er hægt að panta gómsæta veislurétti o.fl. og auðveldar starfsmönnum Veislulistar utanumhald og um leið tækifæri til að auka við sölu á þeirra vörum og þjónustu.

Bætt notendaupplifun

Eitt helsta markmið nýrrar heimasíðu var að bæta notendaupplifun. Áður hafði allt efnið verið á einni síðu sem gerði notendum erfitt fyrir að finna efni á síðunni. 

Nýtt veftré var endurgert þar sem öllum vörum sem Veislulist býður uppá var skipt upp í mismunandi flokka. Vörunum er skipt upp eftir vörumflokkum og tilefni.

Vefverslun

Bætt var við vefverslun með þeim tilgangi að leysa af fjölda tölvupósta sem bárust með pöntunum. 

Nú fara pantanir í gegnum vefverslun sem einfaldar ferlið bæði fyrir notendur og starfsmenn. Í veferslun getur notandi bæði valið allar þær vörur sem hann vill og greitt fyrir þær. 

Endurskrift í WordPress

Nýja vefsíða Veislulistar er skrifuð í WordPress. Notast var við WPBakery til að byggja síðuna. Sú lausn gefur viðskiptavinum okkar ákveðið frelsi til að framkvæma breytingar upp á egin spítur.

Leave a comment