Einfalt & hratt
Við hjá OK fáum oft verkefni frá fyrirtækjum þar sem nauðsynlegt er að koma kerfi á hlutina. Truenorth vantaði tímaskráningarkerfi fyrir starfsfólk sem starfar sem verktakar svo auðveldlega væri hægt að greiða út laun og senda skýrslur út á erlenda aðila. Eftir góða undirbúningsvinnu okkar og Truenorth hófumst við handa við að smíða kerfi til þess að ná utan um þessa þætti. Ákveðið var að nota veflausn sem opin væri bæði í tölvum og farsímum og aðgangur væri til staðar svo lengi sem nettenging væri í boði. Kerfið er gott dæmi um hvernig hægt er að sérsníða lausn á vefnum til að leysa úr upplýsingaþörf og nýta kerfi til að spara vinnu og auka gæði.
Auðveld skráning tíma
Samþykktarferli skráninga
Kerfið býður upp á samþykktarferli á tímum til að tryggja rétta skráningu starfsfólki. Þegar starfsfólk sendir inn tímaskýrslu fer sú skýrsla í samþykktarferli. Þar berst hún til næsta yfirmanns starfsmanns og verkefnastjóra.
Samþykktarferlið er stillanlegt og því hægt að hafa ekkert samþykktarferli upp í n-falt samþykki ef þörf er á því. Kerfið heldur svo utan um hverjir eru búnir að samþykkja og hvenær það er gert.
Leave a comment