Einfalt & hratt
Eftir að hafa verið með vefverslun í CaraWeb sem er eldra CMS kerfi frá OK í 3 ár og hafa vaxið sem vefverslun var kominn tími á að taka vefinn í gegn. Næsta skref var WordPress með WooCommerce en OK hefur sett upp margar slíkar lausnir undanfarin misseri. Þessi lausn hefur reynst mjög vel og er ofarlega meðal þeirra lausna sem við mælum með við gerð vefverslana í dag.
Ný hönnun
Við vildum gefa vefnum léttara útlit í yfirfærslunni og var ákveðið að notast við þemalausn í grunninn sem OK sá um að stilla af. Hugmyndin var að leyfa myndunum og hjólunum að njóta sín og hafa mest áhrif á heildarmynd vefsins. Hugað var sérstaklega að því að allar aðgerðir væru einfaldar og hjálpuð notendum vefsins að leita upplýsinga og framkvæma kaup í framhaldinu ef þeir vildu.
WooCommerce & greiðslumátar
Í dag skiptir miklu máli að huga að greiðsluleiðum vefsíða og þá sérstaklega þegar kemur að öryggi og meðferð persónuupplýsinga. Einn af kostum WooCommerce er að margar tilbúnar lausnir eru til fyrir greiðslumáta. Einn af greiðslumátum sem var settur upp á orninn.is var Síminn Pay. Síminn Pay bíður notendum meðal annars að dreifa greiðslum yfir nokkra mánuði og getur því verið góður kostur þegar einnig er boðið upp á dýrari vörur.
Góð upplifun í öllum tækjum
Auðvitað var hugsað til þess að upplifunin væri sem góð í öllum tækjum. Þar sem að verslun á netinu er allt að aukast þarf vefurinn að virka vel í öllum tækjum. Sérstaklega er umferð um vefsíður og vörukaup á netinu að aukast sérstaklega hratt í farsímum og því þarf að hugsa alla uppsetningu út frá smærri skjám.
Leave a comment