Search
Close this search box.
16.09.2024 Engar athugasemdir

FYRIR

Endurmenntun HÍ
ÞakTak
Gagnaeyðing

Lausn

Skráningarkerfi
Vefsíða
Vefsíða

Þjónusta

Forritun, CSS
Forritun, CSS
Forritun

Undanfarið höfum við unnið að spennandi og krefjandi verkefnum fyrir þrjá ólíka viðskiptavini, þar sem hver og einn þeirra krafðist mismunandi lausna og sérhæfðrar vinnu til að mæta þörfum þeirra.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Við fengum tækifæri til að vinna með Endurmenntun Háskóla Íslands í því að tengja vefsíðuna þeirra við nýtt skráningarkerfi. Þetta kerfi tekur á móti skráningum fyrir allt námsframboð og námsleiðir í boði. Verkefnið var flókið og krefjandi þar sem við þurftum að byggja millilag frá grunni og endurhanna hluta vefsins til að uppfylla kröfur nýja skráningarkerfisins. Verkefnið hafði háan forgang frá upphafi og við erum afar stolt af því að tilkynna að vefurinn er nú kominn í loftið með endurskrifuðum tæknilegum bakenda. Kíktu á nýju vefsíðuna þeirra: endurmenntun.is.

ÞakTak

Fyrir Þaktak lögðum við áherslu á að bæta flæði vefsíðunnar þeirra. Við tókum að okkur að bæta bakendann, hönnunina og SEO umsjón síðunnar, með það að markmiði að hámarka virkni og notendaupplifun. Við uppfærðum WordPress með miklum viðbótum, sem skapaði glæsilega lausn. Lokaniðurstaðan er nútímaleg og skilvirk heimasíða. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna hér: www.taktak.is.

Gagnaeyðing

Við unnum einnig með Gagnaeyðingu að því að nútímavæða heimasíðuna þeirra og bæta notendaupplifunina. Þemað Elementor var notað við hönnun síðunnar og litir fyrirtækisins voru hafðir í forgrunni til að viðhalda sterkri vörumerkjavitund. Nýja heimasíðan þeirra er nú komin í loftið og hægt er að skoða hana hér: www.gagnaeyding.is.

Þessi verkefni hafa verið afar lærdómsrík og krefjandi, og við erum ánægð með útkomuna. Við hlökkum til að takast á við ný verkefni sem gefa okkur tækifæri til að sýna fram á okkar tæknilegu og skapandi hæfileika.

Til að hafa samband við Vef-og hugbúnaðarlausnir, smelltu hér:

Leave a comment