Stór hluti af samskiptum fólks er í gegnum líkamstjáningu, til dæmis með svipbrigðum, líkamsstöðu eða hreyfingum. Erfitt getur reynst að miðla slíkum samskiptum í gegnum fjarfundi eða á vinnustöðum sem er með dreifða starfsemi.
Til þess að draga úr þeim hindrunum sem er á milli fólks á fjarfundum og skapa raunverulegri fundaupplifun hefur Google þróað verkefni sem nefnist Starline. Verkefnið gengur út á að nýta framfarir í gervigreind, þrívídd og annarri nýrri tækni til að skapa upplifun þeirra sem eru á fjarfundum eins og þeir séu staddir í sama rými.
Nú hefur HP tölvuframleiðandinn gengið til liðs við Google Starline verkefnið með það að markmiði að skapa einstaka samvinnu- og fundaupplifun fyrir dreifð teymi á vinnustöðum. Samstarfið gengur út á að færa verkefnið af hugmynda- og þróunarstigi yfir í fullmótaða vöru. Stefnt er að því að slík lausn líti dagsins ljós á næsta ári. HP mun leggja til vélbúnað og sérþekkingu, hljóð- og myndlausnir frá Poly fyrir þessa byltingarkenndu upplifun sem er ætlað að móta framtíð samvinnu og fjarfunda á vinnustöðum til framtíðar.