Hewlett Packard Enterprise (HPE) hefur kynnt nýjan hugbúnað, HPE VM Essentials (VME), sem býður upp á hagkvæman valkost fyrir sýndarvélastjórnun. Lausnin notar KVM hypervisor og er verðlögð eftir fjölda örgjörva („per-socket pricing“), sem getur sparað fyrirtækjum verulegan pening miðað við hefðbundnar áskriftarlausnir. HPE VME styður meðal annars lifandi flutninga á sýndarvélum og samþættar gagnaöryggislausnir frá samstarfsaðilum eins og Veeam, Commvault og Cohesity. Lausnin verður fáanleg um miðjan desember 2024 og verður einnig samþætt í HPE GreenLake umhverfi næsta vor.
HPE keypti nýlega fyrirtækið Morpheus Data, sem hefur þróað einfalt skýjastjórnunarverkfæri fyrir sýndarvélaumhverfi frá mismunandi aðilum, óháð staðsetningu. Kerfið gerir notendum kleift að færa VM-umhverfi frá öðrum kerfum yfir í HPE VME á auðveldan hátt. Helstu eiginleikar eru stjórnun á Hybrid Cloud, Self-Service Provisioning, Automation og Orchestration, Governance og Compliance. Þetta er hluti af stefnu HPE, að bjóða notendum einfalda og hagkvæma stjórnun fyrir blönduð skýjaumhverfi og hefðbundin tölvuumhverfi, með sveigjanleika til að laga sig að nýjungum í framtíðinni, þar á meðal gervigreind.
Sjá myndband: Morpheus Data with Brad Parks
HPE kynnti einnig Private Cloud for AI, tilbúna lausn í samstarfi við NVIDIA, sem einfaldar uppsetningu og dreifingu á gervigreindarlausnum.
Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi slóðum:
Að lokum kynnti HPE Alletra Storage MP X10000, sem er Object Storage diskageymsla. Þetta er fyrsta Disaggregated Scale-Out Object Storage lausn sinnar tegundar í heiminum. Hún byggir á sömu einingum og Alletra MP for Block og Alletra MP for File, sem má raða saman eins og kubbum. Því fleiri controller einingar, því meiri hraði og því fleiri diskaeiningar, því meira gagnapláss. Allar einingar tengjast saman með 100Gbit Ethernet skiptum.
Sjá einnig: