Heyrnartól með þráðlausri hleðslu
Tölvuframleiðandinn HP ögrar nú hefðbundnum hugmyndum um hleðslu á raftækjum og kynnir til sögunnar Poly Voyager Surround 85 UC heyrnartól með þráðlausum NFC hleðslumöguleika (snúrulaus hleðsla).
Gamall staðall öðlast nýtt líf
NFC, sem fyrst kom fram í dagsljósið árið 1983, er staðall til að flytja gögn þráðlaust milli tækja í gegnum útvarpsbylgjur. Ekki er langt síðan að hægt var flytja rafmagn í gegnum NFC. Í kjölfarið stökk HP Poly beint á þann vagn í framleiðslu á nýrri vöru.
„HP Poly hefur sýnt að það er gríðarlega framarlega þegar kemur að tæknilausnum fyrir fyrirtækjaumhverfi, einkum í búnaði fyrir blandaða vinnu fólks (e. hybrid work). Markmið HP Poly er að þróa tækni og búnað sem eykur skilvirkni, sparar tíma og ekki síst að hægt sé að nota hann hvar sem er, óháð stað og stund,“ segir Gísli Þorsteinsson, vörustjóri HP Poly hjá OK.
Hleðslustandur gerir gæfumuninn
Voyager 85 UC er með 21 klst. taltíma, 24 klst. hlustun, stillanlegu ANC (Active Noice Cancelling) og öflugum hljóðnemum fyrir samskipti og hljóð. Þá má ekki gleyma að þessi nýsköpun kemur með þráðlausum NFC standi. „Það er nóg að setja heyrnartólin á standinn til að hlaða þau – ekkert ves“, segir Gísli.