Search
Close this search box.

Gervigreind hjálpar HP notendum

Gervigreind hjálpar HP notendum

Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum frá HP. Hún lærir á hegðun notanda, eykur rafhlöðuendingu, stillir af hljóð og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum.

 

Gervigreindin hjálpar okkur meira og meira. Kominn er sérstakur „CoPilot” hnappur á lyklaborðið fyrir slíka vinnu. Rafhlöðuending eykst til muna en enn fremur er gervigreindin nýtt til þess að besta notkun á hljóðnemum og skapar ákveðna hljóðvörn gagnvart utanaðkomandi hljóðum sem bætir gæði fjarfunda til muna.

 

Nýr örgjörvi bara fyrir gervigreind

HP hefur einnig þróað svokallað „Smart Sense“ lausn sem byggir á gervigreind og skiptir á milli þæginda og frammistöðu byggða á notkunarhegðun. Tölvurnar læra inn á notkunarmynstur notandans til að auka rafhlöðuendingu. Tölvan áttar sig á því hvenær notandinn þarf á auknum krafti að halda, hvenær rólegri vinna á sér stað og hvenær er líklegast að notandann nýti sér hraðhleðslu. Slíkt eykur bæði líftíma vélarinnar, rafhlöðu og bætir upplifun notandans. Tölvan sér algjörlega um þessa hluti.

 

Þessu til viðbótar eru nýju vélarnar með „Intel Core Ultra“ örgjörva. Þessi nýja tegund örgjörva er öflugri en áður hefur þekkst. Stærsta breytingin er að öll gervigreindarvinna er framkvæmd með sérstaklega hönnuðum hluta örgjörvans sem einblínir á gervigreind. Slíkt stýrir álagi tölvunnar betur og eykur einnig afköst í öðrum verkefnum.

 

Lyklaborð úr fiskinetum

HP leggur aukinheldur gríðarlega mikla áherslu á umhverfisvernd í framleiðslu sinni en 90% af byggingarefni í nýju tölvunum frá HP séu úr magnesíum eða endurvinnanlegu áli sem er gríðarlega umhverfisvæn efni og hægt að endurnýta margoft. HP forðast plast eins og heitan eldinn og reynir að nýta önnur efni eins og kostur er. Lyklaborðin eru úr fiskinetum og endurunnum geisladiskum og 30% af hátalara tölvunnar er úr sjávarplasti sem hefur verið týnt upp við fjörur víða um heim. Þau fáu plastefni sem notuð eru í tölvunum eru unnin úr endurunni matarolíu. Þá eru umbúðir utan HP búnað unnar úr endurunnum trefjum og 100% endurvinnanlegar.

deildu fréttinni