#1 Öflug tungumálalíkön sem spara orku
Við munum sjá breytingu frá stórum tungumálalíkönum eins og LLM (Large Language Models) sem GPT byggir á yfir í smærri, liprari líkön eins og SLM (Small Language Models). Smærri líkön eins og SLM eru hagkvæmari í rekstri; þurfa minni orku. Hægt er að sníða þessi líkön til þess að þýða ýmis konar slangur og úrlausnarefni í ýmsum iðnaði. Með SLM er einnig mun auðveldara að keyra á vélbúnaði eða á einkaskýi fyrirtækjaþar sem slík módel eru miklu auðveldari í keyrslu frekar en LLM þar sem þarf oft að treysta á utanaðkomandi aðila til að hýsa eða vinna úr gögnunum.
Vefmiðillinn ITPro.com segir að fyrirtæki séu nú þegar farin að stökkva á SLM vagninn og áður en langt um líður verði yfir helmingur fyrirtækja búinn að taka slík líkön í notkun. Þess má geta að Nvidia hefur sett á stað NIM, eigin útgáfu af SLM, til að auðvelda fyrirtækjum uppsetningu. IBM hefur líka sett sitt eigið SLM af stað; sem gæti hentað fyrir leikjahönnun, lyfjaþróun og kóðagerð með um 3-4 milljörðum breyta. Salesforce Research er líka að undirbúa sitt eigið SLM, sem getur starfað án nettengingar, byggt á gögnum sem geymd eru á notendatæki til að skila sérsniðnum upplýsingum.
#2 „Skugga“ gervigreind vex fiskur um hrygg
Svokölluð Skugga gervigreind, sem oftast er gervigreind sem starfsfólk í fyrirtækjum notar án beinni aðkomu eða samþykki vinnuveitenda, mun halda vexti sínum áfram á árinu 2025. Salesforce greinir frá því að meira en helmingur gervigreindarnotenda treysti á ósamþykkt verkfæri og 7 af hverjum 10 starfsmönnum á heimsvísu hafi enga þjálfun í því hvernig eigi að nota slík verkfæri á öruggan eða siðferðilegan hátt. Vöxtur skugga gervigreindar mun auka líkur á tölvuárásum, enda munu gervigreindartól dreifa sér víða, um fyrirtæki og á tækjum starfsmanna.
Notkun á skugga gervigreind er ein ástæða þess að Spotify ákvað að loka á GPT-notkun starfsmanna sinna og fjarlægja þúsundir „Boomy“ laga (sem eru framleidd með gervigreind á nokkrum sekúndum). Markmið Spotify er að vernda tekjustreymi listamanna, að sögn. Þá hefur Samsung bannað GPT eftir að starfsfólk þess hlóð fyrir mistök viðkvæmum kóða á Chat GPT, sem hefði getað valdið veikleika á öryggi fyrirtækisins.
Lausnin gegn ósamþykktri notkun er meðal annars aukin fræðsla meðal starfsfólks. Þá mun Evrópusambandið vera með reglugerð um gervigreind í smíðum sem er ætlað að tryggja lagaramma utan um þessa tækni. Þessu til viðbótar mun svokölluð verndandi gervigreind (Protective AI) hjálpa til við að greina mynstur í gögnum, netumferð og notendahegðun til að uppræta ógnir eins og vefveiðar, spilliforrit, lausnarhugbúnað og gagnabrot í rauntíma.
#3 Gervigreind les úr myndum
Nú er hægt að túlka myndir í PDF skjölum og skjölum. ChatGPT er fært um að greina myndir sem eru felldar inn í skrár. Svokallað Multimodal AI sameinar mismunandi gagnategundir; texta, myndir, hljóð, myndband og fleira – til að skapa ríkari skilning á upplýsingum. Ímyndaðu þér að tæknimaður hleður upp mynd af villuskjá og gervigreind býður textabundnar úrræðaleitarleiðbeiningar til að leysa málið.
#4 Rauntíma þýðing mun gjörbreyta landslagi viðskipta
Rauntímaþýðing á tölvum mun breytast árið 2025 og endurmóta alþjóðleg samskipti og samvinnu þvert á atvinnugreinar. Áhrif þess verða sérstaklega mikil í viðskiptum, menntun, aðgengi og hversdagslegum stafrænum samskiptum.
Það er einkum nýr örgjörvi í tölvum sem mun geta unnið í stórum málagögnum og skilað nákvæmum þýðingum í rauntíma. Innbyggð þýðingartól í öppum eins og Zoom, Microsoft Teams og Google Meet munu gera notendum kleift að eiga samskipti án hindrana.
Dæmi um væntanlega notkun:
- Fjarfundir: Sjálfvirkar textalýsingar og raddþýðingar á meðan á fundi stendur.
- Ferðalög og ferðamennska: Þýðing á skiltum, vefsíðum og samræðum í rauntíma.
- Tölvuleikir og afþreying: Þýðingar á textalýsingum og samskipti milli leikmanna í rauntíma.