Search
Close this search box.

Umhverfisvænasta tæknifyrirtæki í heimi

HP Inc. (HP) er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur nýsköpun, umhverfi og jafnrétti verið ofarlega á forgangslista fyrirtækisins.

HP hefur sett stefnuna á að verða umhverfisvænasta tæknifyrirtæki í heimi. Sem náinn samstarfsaðili mun OK taka þátt í þeirri vegferð með þeim á Íslandi. Markmiðin eru þríþætt, umhverfi, samfélagsleg ábyrgð og tæknilegt jafnrétti. Meðal þeirra yfirlýstu markmiða sem HP hefur gefið út er til dæmis:

  • Minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2030 miðað útblástur árið 2019.
  • Árið 2040 verður öll framleiðsla HP kolefnishlutlaus.
  • Að 75% af framleiddum búnaði og pakkningum verði endurunnið eða endurvinnanlegt árið 2030.

Fartölvur frá HP eru einhverjar þær umhverfisvænustu í heiminum.
100% af pakkningum sem vélarnar koma í eru endurunnar eða endurvinnanlegar.
75%
af því plasti sem notað er í vélarnar er endurunnið.
50% af lyklaborði vélanna er framleitt með endurunnum DVD/geisladiskum.

Vélarnar eru EPEAT Gold, Energy Star og TCO vottaðar. Vélarnar hafa farið í gegnum og staðist 19 MIL-STD prófanir sem er merki um gæði og góða endingu. HP hefur tekið á móti 389.000 tonnum af tölvubúnaði sem hefur verið komið í góð not eða umhverfisvæna förgun síðustu þrjú ár.

OK býður uppá þá þjónustu að taka við eldri búnaði frá okkar viðskiptavinum sem verður þá skoðaður og metið hvort honum sé fargað eða endurnýttur. Frá árinu 2020 hefur HP gróðursett eða viðhaldið 14.420 hekturum af trjám víðsvegar um heiminn.

Nánar er hægt að lesa um hvernig HP ætlar sér að ná þessum markmiðum og hvaða skref hafa nú þegar verið tekinn í sjálfbærni skýrslu HP frá 2021 – HP Sustainable Impact Report

Árangur HP hefur vakið athygli um allan heim og hefur fyrirtækið verið valið „Most responsible company“ fjögur ár í röð af dagblaðinu Newsweek. HP hefur fengið samstarfsaðili ársins hjá Energy Star sex ár í röð auk þess að hafa fengið „SEAL“ verðlaunin sem eitt af 50 ábyrgustu fyrirtækjum í heimi.

OK eru stolt að taka þátt í þessari vegferð með HP og aðstoða okkar viðskiptavini við að velja umhverfisvænasta kostinn þegar kemur að tölvubúnaði.

Höfundur greinarinnar er Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá OK.

deildu fréttinni