Search
Close this search box.
05.05.2023 Engar athugasemdir

FYRIR

Golfklúbb Reykjavíkur

Lausn

Vefsíða

Þjónusta

Hönnun, forritun, hönnunarsprettur, css, ux flow

Ný og glæsileg vefsíða fyrir GR

Tímabært var að fara í uppfærslu á hönnun vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, ásamt því að þörf var á að einfalda framsetningu á efni vefsins. Gífurlega mikið af efni er á vefnum, en þar eru yfir 25 undirsíður sem innihalda upplýsingar um golfvelli, mót og ýmiskonar fróðleik. 

Ráðist var í hönnunarvinnu til þess að gera grein fyrir hvert markmiðið með nýjum vef væri og hvaða atriði við ættum að hafa að leiðarljósi. Niðurstaða þeirrar vinnu var að markiðið væri að einfalda síðuna til muna og vera með flottustu golf síðuna á íslandi. 

Einföld valmynd

Mikilvægt var að valmyndin væri einföld. Smíðuð var valstika sem eltir notanda þegar skrunað er niður síðuna, svo notandinn þarf aldrei að leita langt til að finna það sem leitað er að. Merki Golfklúbbsins er í miðjunni og hægt er að smella á það til að komast aftur á heimaskjá. 

Lögð var áhersla á að hnappur til að bóka rásartíma væri aðgengilegur svo ákveðið var að hafa hann einnig í valmynd og með öðrum lit úr hönnunarstaðli GR, til að auka sýnileika.

Notendavænn bakendi

Starfsmenn Golfklúbbsins vildu sjálfir stýra flæðinu á efni sem sett er inn á vefinn. Síðan er smíðuð með það í huga svo bakendinn er mjög notendavænn.

Þegar síðan var á lokametrunum komu starfsmenn í kennslu til OK sem gerir þeim kleift að vera sjálfstæð í efnisinnsetningu og öðrum minni breytum á vefsíðunni.

Góð upplifun í öllum tækjum

Síðan er smíðuð með það í huga að hún þarf a ðvera einföld og þægileg í notkun  og í senn falleg og stílhrein, sama í hvaða tæki notandi er að skoða síðuna í. Ef síðan er skoðuð í farsíma þá breytist valmynd í „hamborgara“ valmynd sem er þjöppuð útfærsla en rímar vel við hönnun síðunnar og allir sömu möguleikar eru til staðar.

Gott samstarf

Lykilatriði þegar það kemur að svona stóru verkefni er að eiga skilvirk og góð samskipti. Notast var við Asana þar sem starfsmenn OK og GR gátu átt í samskiptum og skipulagt hvert skref fyrir sig.

Samstarfið gekk mjög vel og að verkefninu loknu komu GR í þjónustusamning til OK þar sem við munum í sameiningu þróa og betrumbæta síðuna.

Dóra Eyland, þjónustustjóri hjá GR hafði þetta að segja um samstarfið: „Við þróun vefsins upplifði ég skemmtilega samvinnu og persónulega þjónustu í gegnum allt ferlið. Áframhaldandi þróun vefsins er í öruggum höndum hjá OK!“  

Leave a comment