Search
Close this search box.

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna OK

 

Stefna

Stjórnendur Opinna Kerfa  leggja áherslu á að fyrirtækið gæti að hlutverki sínu sem ábyrgður aðili í samfélaginu. Hluti af því er að tryggja að fyrirtækið umgangist  umhverfi sitt af virðingu og umhyggju og því hafa þeir einsett sér að:

  1. Tryggja starfsmönnum heilsusamleg og örugg starfsskilyrði.
  2. Velja við innkaup á vöru og þjónustu umhverfisvæna, umhverfismerkta og/eða endurunna vöru þar sem því verður við komið.
  3. Vinna  með umhverfisvottuðum birgjum sem draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans.
  4. Bjóða upp á „græna hýsingu“.
  5. Halda orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun í starfsemi félagsins.
  6. Senda ónýtan rafeindabúnað og rafhlöður í förgun.
  7. Hvetja til endurvinnslu pappírs.
  8. Hvetja til flokkunar á rusli.
  9. Skrá allar ábendingar og atvik sem gætu hafa valdið mengun í ábendingarkerfi svo nýta megi þær upplýsingar til markvissra forvarna.
  10. Að draga úr pappírsnotkun í starfsemi félagsins, m.a. með því að nota pappírslaus viðskipti þar sem það er mögulegt.
  11. Miðla upplýsingum og fræðslu til starfsmanna.
  12. Tryggja að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og settar séu  strangari kröfur þar sem við á.

Allir helstu birgjar OK leggja mikið upp úr því að gera vörur sínar og framleiðsluaðferðir eins umhverfisvænar og kostur er. Má þar nefna fyrirtæki eins og HP og Cisco, sem hafa hlotið alþjóðlegar vottanir og viðurkenningar vegna starfshátta á sviði umhverfismála.

Ábyrgð

Uppbygging, framkvæmd og viðhald stefnunnar er á ábyrgð eftirtalinna aðila:

  1. Forstjóri OK ber ábyrgð á stefnu þessari.
  2. Framkvæmdastjórn félagsins staðfestir stefnuna að lágmarki annað hvert haust.

Endurskoðun

Stefna þessi er endurskoðuð að lágmarki annað hvert haust af framkvæmdastjórn félagsins.  Niðurstöður endurskoðunarinnar eru skjalaðar í fundargerð framkvæmdastjórnar.  Endurskoðun getur þó átt sér stað oftar eða eins og þurfa þykir í takti við breytingar á hverju sinni.