Search
Close this search box.

15.04.2025

Ný þjónusta – gervihnattasamband fyrir mikilvæga innviði

OK tryggir fjarskiptasamband við útlönd

OK býður nú upp á þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Þessi lausn tryggir lágmarks netsamband við útlönd ef fjarskipti um sæstrengi við Ísland rofna og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum.

 

Kaupfélag Skagfirðinga fyrsti viðskiptavinur OK til að nýta lausnina
Fyrsti viðskiptavinur OK sem nýtir sér þessa nýju lausn er Kaupfélag Skagfirðinga, sem gegnir lykilhlutverki í fæðuöryggi á Íslandi. KS leggur mikla áherslu á rekstraröryggi og vill tryggja að starfsemi félagsins geti haldið áfram ótrufluð, óháð ytri aðstæðum.

 

„Við leggjum mikla áherslu á stöðugleika í rekstri okkar og viljum tryggja að við getum sinnt okkar hlutverki óháð aðstæðum. Lausnin frá OK fellur vel að okkar öryggiskröfum og styrkir innviði okkar enn frekar,“ segir Björn I. Björnsson, verkefnastjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.

 

Sjálfvirk virkjun
Varaleiðin byggir eingöngu á gervihnattasamböndum og virkjast sjálfkrafa ef hefðbundin fjarskiptasambönd bregðast. Hún krefst engrar tæknivinnu á staðnum, sem einfaldar málið til muna.

 

„Við erum virkilega stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa nýju varaleið. Hún virkjast sjálfkrafa ef fjarskiptasamband rofnar og krefst engrar tæknivinnu á staðnum – það er einfalt, öruggt og mikilvægt,“ segir Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri Skýja- og rekstrarþjónustu hjá OK.

 

Varaleiðin byggir eingöngu á gervihnattasamböndum og er hönnuð fyrir mikilvæga innviði en ekki almennan markað. OK mun bjóða lausnina til fyrirtækja og stofnana sem teljast kerfislega mikilvæg og hvetur þau til að kynna sér þjónustuna.

 

Hafðu samband
Viltu vita meira um þessa þjónustu? Hafðu samband við okkur á radgjof@ok.is.

 

 

 

Deila frétt