Það er ekkert lögmál að tölvur fyrir vinnuna eiga að vera óspennandi. Þær eiga að vera skemmtilegar.
Tæknimiðillinn ZDNET mælir sérstaklega með HP EliteBook Ultra G1i fartölvu fyrir vinnuna, skapandi hugsun og þá sem eru mikið á ferðinni.
Miðillinn hrósar sérstaklega hönnuninni. „HP tók nokkrar mjög góðar ákvarðanir. Tölvan kemur í „Atmosphere Blue“ dökkbláum lit, vegur aðeins 1,19 kg og er 1,17 cm á þykkt. Hún er með 14″ 2.8K OLED snertiskjá sem sýnir bjarta og skýra mynd með 120Hz endurnýjunartíðni og 16:10 skjáhlutfalli – sem gefur meira vinnusvæði og bætir notkun,“ segir í grein ZDNET.
Þá segir að fyrir ofan skjáinn sé 9MP myndavél sem styður allt að 1440p. „Hún heldur gæðum þrátt fyrir slæmar birtuskilyrði og notar Windows Studio Effect með gervigreind til að fylgjast með notanda í ramma o.fl.“
Tölvan er með Lunar Lake örgjörva og NPU (tauganetseiningu), sem eykur frammistöðu og styður gervigreindarlíkön (LLM). Geekbench AI prófanir sýna 34,274 stig sem setur hana á svipaðan stað og MacBook Pro með M3 örgjörva, segir á ZDNET.
Í Power Efficiency stillingu lifði hún í u.þ.b. 15 klst á einni hleðslu. Í Best Performance stillingu lifði hún í næstum 9 klst. Hún hleðst líka hratt: frá 0 í 50% á 34 mínútum.