Search
Close this search box.

08.01.2025

OK og HP hlutskörpust í örútboði Kópavogsbæjar

OK og HP voru hlutskörpust í örútboði Kópavogsbæjar á fartölvum. Örútboðið var framkvæmt innan rammasamnings Ríkiskaupa, þar sem gæðakröfur voru þegar skilgreindar og nauðsynlegt var að búnaðurinn uppfyllti þær.

„Það er ánægjulegt að OK og HP hafi orðið hlutskörpust í örútboði Kópavogsbæjar. Þjónusta bæjarfélagsins er afar víðtæk og því mikilvægt fyrir starfsfólk að geta treyst á öflugan tölvubúnað í sínu starfi. Við erum spennt fyrir komandi samstarfi og eiga þess kost á að veita bænum framúrskarandi þjónustu og búnað, sem hægt er að treysta á,“ segir Trausti Eiríksson, sölustjóri OK.

Þess má geta að HP tölvubúnaður kemur í 100% endurvinnanlegum pakkningum. Að lágmarki 30% af ramma skjás vélarinnar er gerður úr endurnýttu plasti. Hátalarar eru gerðir að hluta til úr sjávarplasti. Í lyklaborðunum eru notaðir CD/DVD diskar. Vélarnar eru með EPEAT, TCO og Energy star vottanir.

Deila frétt