Við erum spennt að deila með ykkur nokkrum frábærum uppfærslum og eiginleikum sem eru nú fáanlegir í Microsoft Teams Premium. Microsoft Teams Premium byggir á Teams og hjálpar til við að gera Teams-fundi enn persónulegri, skýrari og öruggari. Premium-lausnin er sérstaklega hönnuð til að bæta fundarupplifun þína. Hvort sem þú ert að hýsa vefnámskeið, setja upp símkerfisborð, eða einfaldlega vilja halda öruggari og faglegri fundi, þá býður Teams Premium upp á verkfæri til að ná því.
Ítarlegt fundaröryggi
Öryggi er í forgrunni í Teams Premium. Hægt er að stilla fundi eða vefnámskeið með afmörkunum og merkja viðkvæm gögn þannig að þau leki ekki með því að læsa fyrir að hægt sé að deila þeim utan fyrirtækis eða gefa aðeins afmörkuðum notendum aðgengi að þeim. Aðrir nýir eiginleikar innihalda dulkóðun gagna, spjallvörn, næmnimerki (Sensitivity labels), vatnsmerki, allt til að tryggja að fundir þínir séu öruggir og gögnin þín vernduð.
Byltingarkennd vörumerkjavitund
Í Teams getur þú gert ímynd fyrirtækis þíns sjáanlegri á fundum með vörumerki fyrirtækisins í bakgrunni með einföldum nokkrum skrefum. Sá sem heldur fundinn sér vörumerkið sitt speglað, á meðan sá sem talað er við sér það eins og það á að vera.
Ef þú ert að leita eftir því að efla fundarupplifun þína og viðskiptavina þinna enn frekar þá bíður Microsoft Teams upp á anddyris stillingu. Anddyris stilling á Teams fundum er líkt nafnið gefur til kynna eins og venjulegt anddyri sem viðskiptavinir þínir mæta í áður en fundur er hafinn og bíða þess að vera boðin inn á fundinn. Með Teams Premium getur þú fellt inn í þessa anddyris stillingu vörumerki fyrirtækis þíns. Þessa aðlögunarvalkosti er hægt að setja upp fyrir, á meðan eða eftir fund, og annað hvort á einstaka fundi eða röð funda. Þessi sveigjanleiki tryggir stöðugt vörumerki og faglegt útlit í öllum samskiptum þínum í Teams.
Uppfærslur Teams Premium
Uppfærsla í Microsoft Teams Premium býður upp á val háþróaðra eiginleika sem eru hannaðir til að auka upplifun þína af fundum og samvinnu. Hér eru nokkrar helstu uppfærslur sem fylgja Teams Premium:
Aukin sjálfvirkni og greiningartól
- Upptaka símtala: þú getur stillt á sjálfvirka upptöku vegna td rekjanleika.
- Greining símtala: Greiningartól með gagnasöfnun bæði á gæði símtala og magni
Aukið öryggi
- End-to-End Encryption (E2EE): Með dulkóðun frá enda-til-enda getur þú stillt einkasímtöl milli tveggja aðila þannig að þau séu dulkóðuð og aðeins þeir tveir sem tali saman hafi aðgengi að gögnum þeirra á milli.
- Advanced Threat protection (ATP): aukin vörn gegn mögulegum þrjótum og netárásum með auknum öryggisstillingum eins og watermarking, Sensitivity labels, prevent copy/paste, predefined security settings for continent.
Aukin samþætting við Dynamics
- CRM samþætting: hægt er að hringja, svara, áætla og stjórna símtölum og fundum beint úr Dynamics 365 með notkun Teams, án þess að þurfa að skipta á milli kerfa. Með þessu er einnig hægt að rekja og logga samtöl eða fundi beint í Dynamics 365 lausnina.
Teams símstöðvar (Queues app for Microsoft Teams):
Teams Queues er stórsniðug símstöðvarlausn fyrir fyrirtæki sem byggir á Teams. Þetta app gerir stjórnendum kleift að stilla sérstaklega biðröð símtala, gefið röðum nafn. Þar geta notendur fylgst með og brugðist við símtölum í biðröðum beint í Teams, gefið símtöl áfram á aðra notendur, hringt í símanúmer sem náðu ekki í gegn á háanna tíma. Á sama tíma tekur lausnin saman helstu tölur og gögn í rauntíma ásamt því að vista gögn lengra aftur í tímann. Þessar tölur halda utan um lengd og fjölda símtala sem náðu í gegn og þau sem ekki náðust. Með þessari lausn er einnig hægt að sjá fyrir helstu toppa í álagi og bregðast við þeim með því að hafa fleiri á vakt þegar mesti háannatími er og færri þegar minna er að gera. Einnig er hægt að fylgjast með hvaða starfsmenn taka flest símtöl og með því umbuna þá sem duglegastir eru eða ýta við þeim sem minna svara.
Betri upplifun fyrir notendur
- AI- drifnir eiginleikar: hægt er að nýta AI sem fylgir leyfinu að búa til handrit að símtölum, sjálfvirkri símsvörun og fleira. AI getur komið með tillögur að næstu skrefum byggt á fundargögnum, þessi þáttur er þó ekki samtvinnaður íslensku í dag, en margt er þó hægt að gera með AI því íslenskan er að einhverjum hætti skiljanleg með rituðu máli.
- Fleiri möguleikar með talhólf: Notendur geta nú lesið skilaboð sem AI hefur skrifað út frá lesnum skilaboðum, framsent skilaboð í tölvupósti svo hægt sé að hlusta á þau beint í tölvupóstinum. AI getur aðstoðað þig við að setja upp mismunandi kveðjur út frá out of office eða til sérstakra persóna sem hringa í þig.
Meira AI, ekki spurning – það er framtíðin
Vertu á undan straumnum en ekki á eftir, Teams Premium er núna á 30% kynningarafslætti hjá Microsoft. Uppfærðu í Teams Premium í dag og umbreyttu hverjum fundi í einstaka, faglega upplifun sem aðgreinir þig frá samkeppnisaðilum.
Kveikti þetta áhuga þinn? Ertu að íhuga að skoða frekar Teams Premium?
Við viljum gjarnan heyra í þér og hjálpa þér.
Hafðu samband hér: sala@ok.is