Search
Close this search box.

5 skapandi leiðir til að nota gagnvirka skjái í kennslu

Gagnvirkir skjáir frá Optoma eru gríðarlega öflugir í að efla þátttöku, samstarf og samskipti þeirra sem vinna með slíka skjái, hvort sem það er í kennslu eða í fyrirtækjum. Hér eru fimm skapandi leiðir til að bæta kennslustarf með slíkum skjám.

#1 Nemendur geta lært hvar sem er

Kennarar geta streymt kennslustundum sem gerir nemendum kleift að taka þátt í kennslu í rauntíma. Nemendur geta unnið saman að verkefnum óháð staðsetningu og leyst vandamál eins og þau væru í sama herbergi, eiginleiki sem verður sífellt algengari í skólum um allan heim eftir því sem fjarnám eða blandað nám (e. Hybrid) verður algengara.

#2 Sýndarferðir

Hægt er að „senda“ nemendur til fjarlægðra staða, sögustaða eða í vísindarannsóknir. Einnig er hægt að fullnýta 360° myndbönd, víðmyndir og streymi. Sýndarferðir er frábær leið fyrir nemendur til að kynnast ólíkum sjónarhornum, menningu og skapa nýja og áður óþekkta reynslu í gegnum skólastofuna.

#3 Rauntímamat og endurgjöf

Gagnvirkar töflur eru öflugt úrræði þegar kemur að rauntímamati. Í kennslustundum gætu kennarar notað þær fyrir kannanir eða skyndipróf til að fá skjót viðbrögð á skilningi nemenda sinna. Nemandi og kennari sjá stöðuna um leið og geta í framhaldi aðlagað hraða og efni kennslunnar út frá þeim upplýsingum.

#4 Gagnvirkir fyrirlestrar og hópastarf

Kennarar hafa nú fleiri möguleika til að virkja nemendur á skapandi hátt. Má þar nefna fyrirlestra og kynningar. Í gagnvirkum heimi geta kennarar og nemendur skrifað athugasemdir, auðkennt og tengt við ýmis viðfangsefni í gegnum snertiskjá eða með snjallpennum. Gagnvirkar töflur er besta tækið fyrir samvinnunám og hópastarf. Gagnvirkni stuðlar að virkri þátttöku og samvinnu. Má þar nefna að nám sem byggir á leikvæðingu (e. Gamified Learning) hentar gríðarlega vel í gagnvirku umhverfi.

#5 Skapandi og listræn tjáning

Með snertiskjá er hægt að stuðla að skapandi tjáningu. Nemendur geta notað fjölbreytta liti og bursta til að búa til stafræn listaverk með því að mála eða teikna beint á töfluna.

Heimild

OK býður til veffundar!

Thomas Christiansen frá Optoma mun fara yfir helstu eiginleika og kosti sem samnefndir skjáir búa yfir fyrir kennslu á veffundi OK, þriðjudaginn 22. október kl. 10. Skráðu þig hér!

deildu fréttinni