Search
Close this search box.

14.10.2024

Fyrirtæki lærðu á gervigreind

Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér gervigreind án þess að eiga á hættu að það dragi úr öryggisþáttum? Eru einhverjar hættur sem leynast handan hornsins?

Þessum spurningum og mörgum öðrum var svarað á hádegisfundi um gervigreind á vegum HP og OK. Áherslan var á öryggismál en einnig rætt um hvernig gervigreind muni auðvelda vinnu fólks.

„Æðstu stjórnendur HP telja að gervigreind verði helsti drifkraftur breytinga næsta áratug og opni meðal annars á nýjar víddir í nýsköpun. Fyrirtæki vilja almennt notfæra sér gervigreind í þrennum tilgangi: bæta innri kerfi og rekstur, auka framleiðni og efla sköpunarkraft starfsfólks og síðast en ekki síst bæta upplifun af blandaðri vinnu (e. Hybrid work). Endamarkmiðið er að skila af sér betri vörum og lausnum,“ segir Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendalausna OK.

Gervigreind er orðin allsráðandi í nýjustu fartölvunum. Hún lærir á hegðun notanda og bestar frammistöðu tölvunnar hverju sinni, án þess að draga úr afköstum að sögn Gísla.

 

Póstlisti OK

Skráðu þig á póstlista OK og við munum senda þér upplýsingar um viðburði, nýjungar, fréttir og fróðleik.

Skráðu þig hér!

Deila frétt