Search
Close this search box.

Af hverju eru fundarherbergin aldrei laus?

Hver kannast ekki við að leita logandi ljósi að fundarherbergi með viðskiptavini því fundabókunin klikkaði af einhverjum ástæðum?

Allt að 70% skrifstofufólks eyðir 15 mínútum af vinnudeginum í að finna fundarherbergi, að því er fram kemur í greiningu frá Humly, sem þróar bókunar- og móttökulausnir fyrir vinnustaði. Á sama tíma eru 20% allra fundarherbergja ekki í notkun.

Frá sjónarhóli fyrirtækja er það gríðarleg sóun á skrifstofurými og ekki síst tíma starfsfólks. En hvernig stendur á því að fundaherbergi séu tvíbókuð og ýmis konar ruglingur eigi sér stað sem veldur því að þau standa auð, spyr greinarhöfundur Humly?

Bókunarlausnir frá Humly

 

Segir að hægt sé að koma í veg fyrir margskonar núning með betri yfirsýn yfir stöðu fundarherbergja. Margir sjá stöðuna í gegnum dagatalið í tölvupóstinum en einnig er hægt að sjá stöðuna á þar til gerðum skjá fyrir framan á fundaherbergjum, svo sem skjám frá Humly.

Stundum þarf að bóka herbergi með skömmum fyrirvara. Þegar slíkt gerist viltu geta séð hvort herbergi séu í notkun eður ei. Ef það er laust getur þú bókað það á skjánum utan á herberginu, þarft ekkert fara í símann eða opna tölvuna til að bóka með þar til gerðu veseni. Með Humly lausnum er nóg að smella á einn takka á skjánum, en lausnin er ávallt tengd við póstforrit starfsfólks.

Humly leggur áherslu á að skapa tæknilausnir sem leysa vandamál fólks, svo það þurfi ekki að eyða tíma í að finna herbergi í baráttu við aðra starfsmenn.

Bókunarskjáir frá Humly

deildu fréttinni