Search
Close this search box.

Er þitt fyrirtæki undirbúið fyrir árás?

Er þitt fyrirtæki undirbúið fyrir árás?

Cybersecurity Ventures spáir því að árið 2031 muni kostnaður vegna gagnagíslatöku nema 265 milljörðum Bandaríkjadala árlega og að það verði árásir á fyrirtæki, neytendur eða tæki á tveggja sekúndna fresti. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu í gagnagíslatöku tekur það fyrirtæki að meðaltali 277 daga – um það bil 9 mánuði – að bera kennsl á og tilkynna um gagnabrot, að því er fram kemur í öryggisskýrslu frá IBM. Þessi tími getur gefið tölvuþrjótum mikið forskot í að valda óskunda í tækniinnviðum fyrirtækja.

En hvað er gagnagíslataka?

Um er að ræða hugtak sem lýsir ákveðinni tegund netárása þar sem tölvuþrjótar komast inn í tölvuumhverfi fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Í kjölfarið dulkóða þrjótarnir gögn, reyna að eyða afritum og krefjast loks lausnargjalds, oftast í rafmynt eins og Bitcoin. Hins vegar er ekki öruggt að gögnin skili sér að nýju ef greiðsla er innt af hendi. Tölvuþrjótarnir nota oft óværu eða svokallaða „Trjójuhesta“ til að ná gögnunum á sitt vald.

Slík gagnagíslataka getur haft verulega áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og ekki síst stofnanir þar sem gögn skipta gríðarlega miklu máli og mikill tími getur farið í að endurheimta og koma almennum rekstri í samt horf, ef það þá tekst að öllu leyti.

Hvað er til ráða?

  • – Uppfæra tölvuumhverfið
  • – Fjölþátta-auðkenning
  • – Afritun
  • – Endurheimtar-áætlun
  • – Virkja varnir eins og Microsoft Defender
  • – Þjálfun starfsfólks í öryggismálum
  • – Réttindastýring
  • – Vöktun og viðbrögð

Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi. Sérfræðingar OK búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu þegar kemur að því að auka öryggi tölvuumhverfa fyrirtækja og stofnana,  hvort sem kafa þarf í netöryggi, útstöðvaröryggi, öryggisvitund notenda, afritun og endurheimt eða annað á sviði öryggismála.

OK þjónustar fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum þegar kemur að almennu tölvuöryggi.

Hikaðu ekki við að heyra í okkur og hefjum samtalið þér að kostnaðarlausu.

deildu fréttinni