Search
Close this search box.

Upplifðu þráðlausar kynningar og fjarfundi með ClickShare

Upplifðu þráðlausar kynningar og fjarfundi með ClickShare

Þeir sem halda fjarfundi eða kynningar vilja að upplifun þeirra og annarra sé án vandkvæða; nóg sé að tengja tölvuna þráðlaust við myndavélina, hljóðnema og hátalara óháð vörumerki, framleiðanda og gerð. Engir kaplar, ekkert vesen og ekkert stress.

ClickShare frá Barco eru margverðlaunaðar þráðlausar lausnir fyrir fundi og kynningar. Það eina sem notandi þarf er ClickShare lausn sem tengir fartölvuna við hljóð og mynd í fundarrýmum. Hægt er að hefja fundinn á innan við 7 sekúndum með einum smelli, hvort sem það er ClickShare hnappur eða appið.

Í nýlegum dómi um ClickShare C-10 segir að um sé að ræða fyrsta flokks þráðlausa lausn sem færir fundi á nýtt stig þæginda og skilvirkni. „Öflugir eiginleikar, eins og þráðlaus tenging, stuðningur við mörg tæki, 4K upplausn og möguleiki á snertilausn í stað þess að nota tölvumús,“ segir á vivo.tech.

ClickShare styður Poly lausnir

ClickShare styður þráðlausa virkni í mörgum HP Poly Studio fundakerfum. Sem dæmi er hægt að nota ClickShare C-5 fyrir HP Poly Studio X30 fundakerfi. Þá hentar CX-20 gríðarlega vel með HP Poly Studio X30 og Poly Studio R30 fjarfundalausn. CX-30 hentar síðan með HP Poly Studio X50 og X52.

deildu fréttinni