Yealink hefur um árabil verið leiðandi framleiðandi af búnaði fyrir Teams samhæfðar fjarfundalausnir. Innan OK starfa þaulreyndir sérfræðingar sem aðstoða við val á réttum Yealink búnaði og tryggja frábæra upplifun af fjarfundum.
Nýverið kynnti Yealink endurbætta útgáfu af hinu vinsæla Teams fjarfundabúnaði MVC400 þar sem bæði hljóð- og myndgæði hafa verið stórbætt. Er hér um að ræða sambyggða lausn þar sem tveimur öflugum myndavélum, 8 hjóðnemum og fjórum hátölurum er komið fyrir í sama tækinu.
Búnaðurinn er búinn svokallaðri „dual-eye“ myndavél sem tryggir ótrúlega skarpa og góða mynd hvort sem þátttakendur sitja nálægt eða fjær búnaðnum. IntelliFocus gervigreind rammar inn stærri mynd af þeim síðustu fjórum aðilum sem síðast töluðu meðan að minni mynd sést af rýminu sjálfu ög öllum þátttakendum. Gervigreindin tryggir síðan að aðeins þeir sem eru þátttakendur á fundi sjáist í mynd en ekki þeir sem eiga leið framhjá eða eru t.d. í bakgrunni fundarrýmisins.
Vöruframboð Yealink er gríðarlega öflugt sem hentar hvort sem er fyrir heimaskrifstofuna, mismunandi fundarherbergi, stærri sali eða kennslustofur. Fjarfundamenning er orðin hluti af daglegu lífi fólk og því sérstaklega mikilvægt að fjarfundir gangi hnökralaust fyrir sig og að mynd- og hljóðgæði séu fyrsta flokks.
Innan raða OK starfa fjölmargir sérfræðingar sem hafa selt og þjónustað Yealink Teams fjarfundalausnir um árabil og búa yfir gríðarlegri reynslu af búnaðinum. Yealink bíður upp á fjölbreytt vöruframboð sem hentar vel allt frá allra minnstu fundarrýmunum og upp í stærri sali en með því má tryggja einsleitt og einfalt viðmót fyrir notendur sem gerir alla upplifun af fjarfundum mun betri en áður hefur tíðkast.