Search
Close this search box.

Bestu vinnuheyrnartólin 2023

Þráðlaus vinnuheyrnartól eru hönnuð með sérstakar þarfir í huga. Þau gera notanda kleift að hringja og taka á móti símtölum jafnvel þó að hann sé mörgum metrum frá vinnustöð sinni.
Poly Voayger Focus 2 eru bestu þráðlausu heyrnartólin, Jabra Evolve2 30 eru bestu heyrnartólin með snúru og Poly Voyager 5200 UC eru bestu heyrnarólin fyrir fólk á ferðinni, samkvæmt NY Times. Öll þessi heyrnartól fást hjá okkur í OK
Í rýni nytimes.com segir að hægt sé að nota Poly Voyager Focus 2 í símtali allt að 10 metra frá farsíma, en vitanlega fer það eftir hönnun skrifstofurýmisins hversu langt hægt er að nota heyrnartólin frá símanum. Ekki má gleyma að vinnuheyrnartól þurfa að styðja við Samþætt samskipti (e. Unified Communication) sem mörg afþreyingarheyrnartól gera alls ekki.
 

Þá eru Poly Voyager Focus 2 heyrnartólin með svokallaða Poly Acoustic Fence-tækni; marga hljóðnema, sem búa til hljóðvörn og ýta óþarfa hljóðum frá samtali notanda. Svokallað Dynamic Mute Alert skynjar ef þú ert í símtali og búnaðurinn  er á „mute“. Ennfremur eru 2 stig af hljóðdempun (Noice Cancellation). Þessu til viðbótar eru heyrnartólin með gíðarlega öfluga rafhlöðu sem gefur notanda allt að 25 klst taltíma.

Poly Voyager Focus 2 eru lang vinsælustu Poly heyrnartólin hjá OK, sem er eini þjónustuvottaði söluaðili Poly á Íslandi. Hægt er að fá Poly Voyager Focus 2 með sérstökum Teams stuðningi með og án hleðslustands og með USB-A og USB-C tengi.

Höfundur: Gísli Þorsteinsson, vörustjóri Poly.

deildu fréttinni