Opin kerfi er fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015

 

Opin kerfi er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR í hópi stærri fyrirtækja árið 2015. Árlega veitir VR efstu fyrirtækjum í könnun sinni á fyrirtækjum ársins viðurkenningu fyrir frammistöðuna og tóku Gunnar Guðjónsson, forstjóri og Elín Gränz, mannauðsstjóri við viðurkenningu frá félaginu í Hörpu í gær. Á síðasta ári varð fyrirtækið hástökkvari ársins í flokki stærri fyrirtækja og fylgir því eftir þeim árangri með glæsibrag og fór úr 59 sæti í það 21 yfir fyrirmyndarfyrirtæki og nú árið 2015 stökk félagið upp í 6. sæti sem var mikið ánægjuefni fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Eins og segir á vef VR eru fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn „Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015“.

Lesa meira

Opin kerfi og samstarfið við Verne Global

  

Hýsingarþjónusta Opinna kerfa og samstarfið við Verne Global


Opin kerfi hafa um nokkuð skeið verið aðal samstarfs og þjónustuaðili gagnavers Verne Global á Suðurnesjum. 

Hér má sjá viðtal við Tate Cantrell, Chief Technology Officer hjá Verne Global um starfsemi gagnaversins, um ástæður þess að Ísland varð fyrir valinu og samstarfið við Opin kerfi.